SKILMÁLAR

Almennir skilmálar

Dons Donuts er með starfsemi sína að Núpalind 1, 201 Kópavogi. 

Pantanir fyrir veislubakka og stærri viðburði skulu berast á netfangið okkar thedonsdonuts@gmail.com. Dons Donuts áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, til dæmis vegna rangrar verðupplýsinga, ófullnægjandi upplýsingagjöf kaupanda í pantanaferli og breyta vöruvali og verðlagningu fyrirvaralaust. 

Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verðbreytingar geta orðið fyrirvaralaust t.d. vegna rangra upplýsinga eða skráningar. 

Greiðsla á netinu

Sem stendur er ekki hægt að panta á netinu.

Afgreiðsla pantana

Pantanir á veislubökkum skulu berast á netfangið thedonsdonuts@gmail.com með að minnsta kosti eins dags fyrirvara. Pantanir fyrir stærri viðburði og veislur svo sem stórafmæli, starfsmannaviðburði og giftingaveislur skulu berast með að minnsta kosti 7 daga fyrirvara. Allar pantanir þurfa að vera fullgreiddar fyrir afhendingu. 

Upplýsingar viðskiptavina

Við pöntun fyllir kaupandi út upplýsingar s.s.nafn, tölvupóstfang og heimilisfang. Við pöntun samþykkir kaupandinn að þessar upplýsingar fari í viðskiptavina gagnagrunn okkar. Dons Donuts ábyrgist að farið sé með þessar upplýsingar sem trúnaðarmál og þær verði ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Kvartanir

Sé varan gölluð eða kaupandi á einhvern hátt óánægður með kaupin hvetjum við kaupanda til að hafa samband við okkur svo við getum leyst málið í sameiningu. Sé gallaðri vöru skilað fæst sendingarkostnaður endurgreiddur. Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinir okkar séu ánægðir og því hvetjum við viðskiptavini okkar til að hafa samband telji þeir að vara eða þjónusta hafi verið ófullnægjandi.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Aðrar spurningar

Ef þú hefur fleiri spurningar, ekki hika við að hafa samband við okkur á netfangið thedonsdonuts@gmail.com